Þar sem Nútíminn er aldrei að fara að halda í við stærstu fjölmiðla landsins í umfjöllun um EM í fótbolta þá reynum við að finna hinar hliðarnar á þessu stórkostlega móti.
Í dag sögðum við til dæmis frá konu sem horfði á Ellen á meðan leikur Íslands og Englands var í gangi og ætlar út að borða þegar Ísland mætir Frakklandi.
Svo höfum við verið dugleg við að fylgjast með hvað spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert hefur að segja um EM og ekki síst hinn stórkostlega Gumma Ben.
Við komumst líka að því að leikarinn Rainn Wilson, sem leikur hinn sérvitra Dwight Schrute í bandarísku útgáfunni af The Office, er staddur á landinu og horfði á leik Íslands og Englands á N1.
En nú höfum við fundið furðulegasta vinkilinn. Hollywood-leikarinn Rob Schneider vill sjá Wales og Ísland mætast í úrslitaleik Evrópumótsins. Þetta sagði hann á Twitter rétt í þessu.
https://twitter.com/RobSchneider/status/748982589273157633
Schneider, sem varð frægur sem aukaleikari í myndum Adams Sandler, hefur augljóslega verið að fylgjast með, því hann birti tístið skömmu eftir góðan sigur Wales á Belgíu í kvöld.
Við vonum svo að Ísland haldi lífi í draumi Schneider á sunndaginn.