Robbie Williams hefur nú útskýrt af hverju hann gaf áhorfendum fingurinn á opnunarhátíð HM í Rússlandi síðasta fimmtudag. Söngvarinn og vandræðagemsminn var í viðtali í morgunþættinum This Morning á sjónvarpsstöðinni ITV í Bretlandi og sagði ástæðuna vera þá að hann gefa var áhorfendum merki um að ein mínúta væri í að opnunarleikurinn hæfist.
„Á svona viðburðum er mikilvægt að valda ekki alþjóðlegum skandölum. Og veistu hvað? Mér tókst það,“ sagði söngvarinn í viðtalinu og bætti við að hann hafi verið í tímaþröng í útsendingunni því það hafi aðeins verið ein mínúta eftir af atriðinu.
Sjá einnig: Robbie Williams gaf áhorfendum fingurinn á opnunarhátíð HM
„Ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að gera þetta þannig að ég gerði bara einnar mínútu niðurtalningu. Ég get ekki treyst sjálfum mér því ég veit ekki hvað ég mun gera þegar ég syng á svona viðburðum.“
Söngvarinn, sem hefur verið orðaður við dómarasæti í breska sjónvarpsþættinum X Factor, viðurkennir að hann sé mjög hvatvís og átti sig ekki á því fyrr en eftir á þegar hann geri svona hluti.
Hann segist vera hræddur við að taka starfinu því þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu og hann geti komið sér í vandræði með hvatvísinni. Sjáðu viðtalið hér