Bandaríski leikarinn Robert De Niro nýtti tækifærið þegar hann kynnti tónlistaratriði á Tony verðlaunahátíðinni í New York í gærkvöldi og lét Donald Trump Bandaríkjaforseta heyra það. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
De Niro sagði að það væri ekki lengur nóg að segja niður með Trump og notaði f-orðið fræga þess í stað í tvígang.
Ummæli De Niro vöktu mikla lukku í salnum og hann uppskar standandi lófaklapp. CBS-sjónvarpsstöðin sem sendi verðlaunahátíðina út földu blótsyrði leikarans með hljóðmerki.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem De Niro lætur Trump heyra það en hann hefur áður kallað hann hálfvita og sagt að það sé grín að Trump sé Bandaríkjaforseti. Þá er Trump ekki velkominn á Nobu veitingastaðina sem De Niro á hlut í.
Robert De Niro say 'F— Trump' at #TonyAwards, crowd goes crazy https://t.co/KaY9MRupb5 pic.twitter.com/jscqs8VvKm
— Variety (@Variety) June 11, 2018