Auglýsing

Rocky Horror-þema hjá Páli Óskari í Gleðigöngunni

Hinsegin dagar hefjast í dag en hápunktur þeirra fyrir marga er Gleðigangan sem fer fram næstkomandi laugardag, 11. ágúst. Skemmtikrafturinn Páll Óskar tekur þátt í göngunni líkt og síðustu ár en margir bíða með eftirvæntingu eftir vagninum hans enda er hann alltaf með íburðarmesta vagninn í göngunni.

Palli greindi frá því í útvarpsþættinum Magasíninu á K100 að vagninn í ár verði með Rocky Horror-þema en hann hefur undanfarna mánuði leikið Fran-N-Furter  í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum vinsæla.

„Málið er að ég er með annan fótinn að vinna uppi í Borgarleikhúsi og við erum að sýna Rocky Horror þar og erum búin að massa 58 sýningar. Þannig að þetta verður Rocky Horror-trukkur,“ segir Palli í samtali við þau Huldu og Hvata í Magasíninu.

Hann segir vagninn skýra sig sjálfan þegar hann birtist en Palli er nú á fullu að undirbúa hann fyrir gönguna og gaf stóra vísbendingu um hann á Facebook-síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn.

„Vagninn verður aðallega rauður“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing