Auglýsing

Rögnvaldur Skúli er maðurinn á bakvið typpamyndina sem sló í gegn í Áramótaskaupinu

Listmálarinn Rögnvaldur Skúli Árnason er maðurinn á bakvið typpamyndina sem sló í gegn í Áramótaskaupinu á gamlárskvöld. Í atriðinu var gert grín að typpamyndum sem eru oftar en ekki sendar án þess að viðtakandinn óski eftir þeim. Horfðu á atriðið hér fyrir neðan.

Rögnvaldur vann við leikmyndina í Skaupinu og í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann fékk nokkra daga til að mála verkið. „Maður vill oft nokkra daga í viðbót en það getur líka verið skemmtilegt að mála undir svona pressu,“ segir hann í Fréttablaðinu.

Ég bar undir þau nokkrar hugmyndir og við vorum öll sammála um að þessi útfærsla væri sú besta. Pósan er nokkurs konar óður til skemmtilegrar sjálfsmyndar eftir Odd Nerdrum listmálara sem bjó hér um árið.

Framtíð verksins virðist óljós en Rögnvaldur segir í Fréttablaðinu að það sé á vinnustofunni hans eins og er. „Svo erum við eitthvað að pæla hvert það fer næst,“ segir hann.

Sjá einnig: Femínistar fagna berum brjóstum í Áramótaskaupinu: „Grét úr hlátri yfir dickpic og free the nipple“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing