Eldgos hófst í Holuhrauni, um 10 km norðan Vatnajökuls, skömmu eftir miðnætti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum gaus á um kílómetra metra langri, samfelldri sprungu. Gosinu er lýst sem rólegu hraungosi.
Síðan þá hefur nokkuð dregið úr gosóróa. Gosið sést ekki á ratsjá og er talið að öskuframleiðsla sé óveruleg. Þá eru engin merki um jökulhlaup, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.
Smelltu hér til að fylgjast með gosinu á vefmyndavél Mílu.
Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir.