Boxarinn Floyd Mayweather var í viðtali í fyrra spurður út í ummæli Dana White, forseta UFC-bardagasambandsins, sem sagði að UFC-meistarinn Ronda Rousey gæti gengið frá honum.
Mayweather sagðist ekki vita hver „hann“ er og málið vakti talsverða athygli þar sem Ronda er að sjálfsögðu kona.
Sjá einnig: Hálfviti vinnur boxbardaga
Ronda svaraði hressilega fyrir sig á dögunum þegar hún tók við ESPY-verðlaunum ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar sem besti bardagamaðurinn. Myndband af svarinu má sjá hér fyrir neðan.
Ronda sagðist velta fyrir sér hvað Floyd finnst um að vera sigraður af konu. Skotið þýðist illa á íslensku þar sem hún sagði „beat“ sem þýðir bæði sigraður og laminn. „Það væri gaman að sjá hann þykjast ekki vita hver ég er núna,“ bætti hún við.
Floyd Mayweather hefur nefnilega beitt barnsmóður sína, unnustur og aðrar konur og karla ofbeldi í gegnum tíðina. Við fórum yfir það hér.
En hér má sjá skot Rondu.
https://vine.co/v/ereEervwmw9