England og Króatía eigast við í undanúrslitum HM í Rússlandi í augnablikinu en staðan er 1-1. Kieran Trippier, varnarmaður Tottenham, skoraði mark Englands í leiknum og Englendingar fögnuðu vel. Á myndbandinu hér að neðan má sjá fögnuð Englendinga í Hyde Park þegar markið kom.
Það hefur verið mikil stemning á Englandi í kringum HM en eins og við munum vel eftir olli liðið miklum vonbrigðum á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum þegar Íslendingar slógu þá út í 16 liða úrslitum.
Englendingar hafa trú á því að fótboltinn nú sé þeirra tími kominn en til þess þarf liðið að sigra leikinn gegn Króatíu og svo bíða þeirra Frakkar í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn. England vann HM síðast árið 1966.
Sjáðu fagnaðarlætin í Hyde Park
Hyde Park Reacting To Trippier Goal
How Hyde Park reacted to THAT Trippier free kick!!
Posted by Pro Direct Soccer on Miðvikudagur, 11. júlí 2018