Úrvalssveit taílenska hersins birti í dag myndband á Facebook-síðu sinni af björgunaraðgerðunum í Tham Luang hellinum þar sem tólf drengir og fótboltaþjálfari þeirra voru fastir í 19 daga. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur getur séð hvernig björgunaraðgerðirnar fóru fram og í myndbandinu sjást björgunarmennirnir að stöfum langt inni í hellinum.
Sjá einnig: Öllum drengjunum og þjálfara þeirra bjargað úr hellinum
Í myndbandinu sést vel hversu umfangsmiklar og flóknar björgunaraðgerðirnar voru. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá daga og gengu betur en bjartsýnasta fólk þorði að vona.
Drengirnir eru allir komnir á sjúkrahús þar sem þeir eru í einangrun. Foreldrar þeirra hafa fengið að sjá þá en einungis í gegnum gler á sjúkrahúsinu.