Íslenski fáninn var miðpunkturinn í fánaklúðri rúmenskra embættismanna á dögunum en þeir virðast eiga í töluverðum vandræðum með þjóðfána Evrópuríkja að því er kemur fram í frétt Euronews.
Á fundi borgarstjóra rúmönsku borgarinnar Buzau, Constatin Toma, og sendiherra Bretlands, Paul Brummell, voru fánar ríkjanna staðsettir á borðinu milli þeirra tveggja, en svo virðist sem einhver hafi ruglast og sett íslenska fánann í stað þess breska á borðið.
Borgarstjórinn setti mynd af þeim Brummell á Facebook-síðu sína en þar sést íslenska fánanum stillt upp við hlið hins rúmenska í stað þess breska
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem rúmenskir ráðamenn klúðra fánamálum hjá breska sendiherranum. Á fundi breska sendiherrans Brummell og yfirvalda í borginni Iasi fyrir tveimur vikum var úreltri útgáfu af breska fánanum stillt upp við hlið sendiherrans en sú útgáfa fánans hefur ekki verið notuð í rúmlega 200 ár.
Á fánann vantar rauðar línur heilags Georgs sem tákna Írland og voru settar á fánann árið 1801
Vandræði Rúmenanna enda þó ekki þar því í athöfn fyrir opnun ræðismannaskrifstofu Eistlands í borginni Constanta fyrir stuttu þurfti eistneski ræðismaðurinn að laga eistneska fánann sjálfur eftir að honum var flaggað öfugt á fánastöngina.
Eistneski ræðismaðurinn tók fánann niður, sneri honum við og flaggaði honum aftur
The Estonian PM had to personally rearrange #Estonia’s flag at a meeting with #Romania’s PM #Dancila. The flag was arranged incorrectly by the RO organisers. No one offered to help. pic.twitter.com/MJcufW7VLM
— Razvan-Victor Sassu (@RazvanSassu) June 17, 2018