Rúmlega ein milljón manna hafa skrifað undir áskorun til eigenda samskiptaforritsins Snapchat um að draga til baka nýjustu uppfærslu forritsins. Breytingin sem er nokkuð veigamikil hefur valdið töluverðu fjaðrafoki um heim allan. BBC greinir frá þessu.
Sjá einnig: Áhrifavaldar með skiptar skoðanir á nýrri uppfærslu Snapchat: „Snappið verður ekki jafn persónulegt“
Tilkynnt var um uppfærsluna í nóvember eftir að notendum fór fækkandi og tekjurnar fóru að minnka. Breytingarnar fela meðal annars í sér að svokallaðir áhrifavaldar eru aðskildir frá fólki sem notendur eiga í daglegum samskiptum við.
Twitter-reikningur Snapchat hefur hreinlega logað frá því að uppfærslan var tilkynnt og margir hafa hótað því að segja skilið við miðilinn. Þeir sem vilja setja nafn sitt við mótmælin geta fundið undirskriftalistann hér.
Hey @Snapchat. Obviously ur update backfired and it's ruined the experience and snap as a whole. Can u plz swallow your pride and give us back the original platform.
From,
Everyone— Kid Quill (@KidQuill) February 14, 2018
Snapchat committed suicide with this new update
— Claudia Alende (@claudiaalende) February 14, 2018
Happy Valentine’s Day to everyone except the new @Snapchat update
— Sarah Colonna (@sarahcolonna) February 14, 2018
RT to let @Snapchat know this update sucks and they need to go back to how It was!@snapchatsupport
— B R E N N E N (@BrennenTaylor) February 14, 2018