Auglýsing

Rúnar Freyr fékk mikið af skilaboðum frá fólki sem tapaði pening vegna falsfréttar: „Það var alveg glatað“

Falsfréttir á íslensku um þjóðþekkta Íslendinga, sem voru sagðir hafa grætt milljarða á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin, vöktu  talsverða athygli á samfélagsmiðlum í haust. Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason er einn af þeim einstaklingum sem notaðir voru í falsfréttirnar en Rúnar var sagður hafa grætt 250 milljarða króna í viðskiptum með Bitcoin.

Sjá einnig: Egill eyddi klukkutíma í að ná réttu myndinni af Tönju með blöðru: „Erfiðasta sem ég veit“

Rúnar Freyr er gestur í fjórða þætti af Sítengd – veröld samfélagsmiðla sem sýndur er á RÚV í kvöld. Hann segir að það hafi verið óþægilegt að nafn hans hafi verið notað, aðallega vegna þess að fjöldi fólks lét blekkjast og sumir hafi haldið að hann bæri einhverja ábyrgð.

Hann segir að hann hafi fengið fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem hafi sumt látið svikahrappana fá  pening.

„Það var alveg glatað, persónulega fannst mér það ekkert hræðilegt en ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem trúði þessu og lét blekkjast og tapaði peningum og hélt að ég ætti einhvern þátt í þessu,“ segir Rúnar.

Sítengd – veröld samfélagsmiðla er í umsjón þeirra Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Þátturinn er á dagskrá á RÚV í kvöld klukkan 20:35. Í þættinum er farið yfir hversu hratt fréttir og umræða ferðast á samfélagsmiðlum og útbreiðsla falsfrétta á Íslandi er skoðuð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing