Auglýsing

Rúrik fékk gróf kynferðisleg skilaboð á Instagram frá konum sem töldu sig hafa hitt hann á Tinder

Fótboltakappinn Rúrik Gíslason hefur fengið gróf skilaboð á Instagram frá konum sem töldu sig hafa verið í samskiptum við hann á Snapchat og Tinder. Þetta kom fram í viðtali við Rúrik í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun

Eins og Nútíminn greindi frá í gær hafa óprúttnir aðilar stofnað aðganga á Tinder og Snapchat í nafni fótboltakappans Rúriks Gíslasonar. Rúrik sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og hefur kært athæfið.

Sjá einnig: Rúrik kærir vegna falskra aðganga á Tinder og Snapchat: „Alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns“

Rúrik ítrekaði í viðtalinu, sem heyra má í heild hér fyrir neðan, að hann sé ekki á bakvið aðganginn á Tinder og ekki heldur aðgang sem stofnaður hefur verið í hans nafni á Snapchat.

Hann lítur málið alvarlegum augum og taldi rétt að gera eitthvað í málinu. „Skilaboð sem ég hef verið að fá eru farin að snúast um grófar kynlífslýsingar og þetta er bara orðið mjög alvarlegt mál,“ sagði Rúrik í Brennslunni.

Hann vonar að málið verði tekið föstum tökum. „Ég vona að lögreglan fylgi eftir kærunni. Ég hef heyrt um fleiri og jafnvel grófari atvik sem hafa átt sér stað á Íslandi og þetta er greinilega ekkert óalgengt,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing