Nýsjálenski leikarinn Russell Crowe ætlar að styðja Ísland á HM í fótbolta í Rússlandi. Þetta segir hann í tísti á Twitter. Hann ætlar reyndar líka að styðja Úrúgvæ, Portúgal, Ástralíu, Kósta Ríka, Suður-Kóreu, Belgíu og Pólland en það er annað mál.
These are the teams I’m going to follow in the World Cup .
Not prediction for winners, just the teams I’ve decided to follow in the group stages…
Uruguay
Portugal
Australia
Iceland
Costa Rica
South Korea
Belgium
PolandWould be happy to see England win but Germany v.strong
— Russell Crowe (@russellcrowe) June 12, 2018
„Þetta eru liðin sem ég ætla að styðja á HM,“ segir hann á Twitter. „Ætla ekki að spá fyrir um sigurvegara en þetta eru bara liðin sem ég hef ákveðið að styðja í riðlunum. Yrði líka ánægður með að sjá England vinna en Þjóðverjarnir eru sterkir.“
Russell Crowe kom til landsins árið 2012 þegar hann lék í kvikmyndinni Noah. Hann kunni vel við sig á Íslandi, kom fram á tónleikum við Bar 11 á menningarnótt og ferðaðist um landið í sérútbúnum bíl með nóg af lyftingalóðum.