Auglýsing

RÚV endurskoðar undankeppni Eurovision: „Mjög líklegt að við gerum einhverjar breytingar“

Undankeppni Eurovision á Íslandi verður endurskoðuð fyrir næsta ár og líklegt er að breytingar verði gerðar á keppninni. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í Morgunblaðinu í dag.

Ísland hefur ekki komist áfram í aðalkeppni Eurovision í fjórum síðustu keppnum. Pollapönk komst síðast áfram árið 2014 með lagið Enga fordóma. Í ár var Ísland neðst í riðlinum sínum í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta stig frá áhorfendum.

Skarphéðinn segist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir breytingum á keppninni á næsta ári og segir að allt ferlið verði skoðað, frá vali og lögum og flytjendum yfir í listræna útfærslu. „Aðalatriðið er að vera með en þetta er jú keppni og þegar við erum að taka þátt í keppni hljótum við að vilja ná sem bestum árangri og þar setjum við okkur það markmið að komast í úrslit,“ segir hann í Morgunblaðinu.

Mér finnst mjög líklegt að við gerum einhverjar breytingar án þess að ég geti sagt núna hversu yfirgripsmiklar þær verða.

Skarphéðinn segir í Morgunblaðinu að RÚV endurskoði keppnina á hverju ári. „Algjörlega burtséð frá framlaginu í ár og hvernig árangurinn var þá eru það nú bara þau vinnubrögð sem við höfum verið að stunda undanfarin ár og ferlið þess eðlis að í hvert einasta skipti fljótlega eftir að keppninni lýkur förum við í að velta við öllum steinum og gerum upp síðustu keppni,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing