Auglýsing

RÚV fékk spennandi umsóknir vegna Skaupsins, taka ákvörðun á næstu vikum

Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir bárust til RÚV frá fólki sem vill gera Skaupið fyrir þetta ár. Umsóknirnar eru bæði frá fólki sem hefur áður komið að gerð Skaupsins og/eða þeim sem hafa látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum

Sjá einnig: RÚV leitar að rétta fólkinu til að framleiða Skaupið í ár, hægt að sækja um til 12. júní

Nútíminn greindi frá því 27. maí að Ríkisútvarpið væri að leita að rétta fólkinu til að taka að sér gerð næsta Skaups. Óskað var eftir tillögum en meðal annars var gerð krafa um framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi og þá er gert ráð fyrir að að Skaupið verði 45-60 mínútur að lengd. Umsóknarfresturinn var til 12. júní.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir í samtali við Nútímann að nú verði farið vandlega yfir allar umsóknir. Þær verða metnar og mögulega kallað eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar. „Eitt er víst að það verður úr vöndu að ráða. Sem er hið besta mál,“ segir Skarphéðinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing