Vefur RÚV átti að vera óaðgengilegur frá klukkan eitt til tvö í nótt vegna uppfærslu á vélbúnaði. Gos hófst hins vegar í Holuhrauni skömmu eftir miðnætti og uppfærslunni var að sjálfsögðu frestað.
Ef „jinx“ væri raunverulegt væri hægt að kenna RÚV um að koma gosinu af stað en í staðinn flissum við yfir þessari skemmtilegu tilviljun. Þá vonum við auðvitað að RÚV geti uppfært vélbúnað sinn sem allra fyrst, þó það verði eflaust ekki fyrr en gosi lýkur.