Til stendur að leigja út tvær efstu hæðir Útvarpsshússins í Efstaleiti. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að leigutekjurnar gætu orðið um 30 milljónir króna á ári.
„Þetta eru vissulega glæsilegar skrifstofuhæðir en við þurfum þetta ekki,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við Viðskiptablaðið. Hæðirnar eru samtals 1.000 fermetrar. Á fjórðu hæðinni eru eru m.a. nýmiðladeild, tækni- og tölvudeild og skrifstofa fjármálastjóra. Á fimmtu hæðinni eru skrifstofur framkvæmdastjóra útvarps og sjónvarps auk skrifstofu útvarpsstjóra. Magnús segist ekki sjá eftir skrifstofunni verði hún leigð út.
Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, fagnar þessum hugmyndum.
Flott hjá stjórnendum RÚV. Bara skynsemi, ekkert annað. http://t.co/Ep7GsFrE9v
— Magnús Halldórsson (@MaggiHalld) July 4, 2014