Auglýsing

RÚV sýknað af kröfu Adolfs Inga

Ríkisútvarpið var sýknað af kröfu Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamanns, í Hæstarétti í dag. Hann hafði krafið fjölmiðilinn um miska – og skaðabætur vegna vinnustaðaeineltis og ólögmætrarar uppsagnar.

Héraðsdómur hafði fyrir tæplega ári komist að þeirri niðurstöðu að RÚV hafi brotið á Adolf og var fjölmiðlinum gert að greiða honum 2,2 milljónir króna í skaðabætur og málskostnað.

Sjá einnig: RÚV þarf að borga Adolf Inga skaðabætur vegna eineltis, segir dóminn fullnaðarsigur

Verkefnum Adolfs hjá RÚV var breytt árið 2010 þar sem hann fór að vinna fleiri fréttir fyrir vef og útvarp og lýsa færri íþróttaleikjum. Honum var síðan sagt upp árið 2013 og hóf hann í kjölfarið undirbúning á málsókn á hendur fjölmiðlinum.

Hæstiréttur staðfesti það sem kom fram í héraðsdómi fyrir ári að breytingar á starfstilhögun Adolfs hjá RÚV gæti ekki flokkast undir einelti. Dómurinn mat það svo að málefnaleg ástæða hafi verið að baki uppsögninni, aðhaldsaðgerðir hafi orðið til þess að ráðist þyrfti í hópuppsagnir og voru það fullnægjandi skýringar að mati dómsins.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing