Auglýsing

RÚV sýndi vitlausa útgáfu af Ófærð: „Við hörmum það mjög“

Vegna mistaka hjá tæknisviði RÚV var vitlaus þáttur af Ófærð sýndur á RÚV í gærkvöld. Sú útgáfa sem sýnd var í gær er örlítið frábrugðin endanlegri útgáfu af sjöunda þætti. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Samkvæmt vef RÚV verður rétt útgáfa sýnd í kvöld klukkan 23.15 og á fimmtudagskvöld klukkan 23.05. Ný útgáfa verður aðgengileg Sarpinum og í gegnum VOD-þjónustu Vodafone og Símans.

Gunnar Örn Guðmundsson, yfirmaður tæknisviðs RÚV, segir á vef RÚV að yfirsjón í tækni- og efnisskoðun, sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi, hafi leitt til þess að röng útgáfa af þættinum fór í sýningu.

Við hörmum það mjög, sérstaklega þar sem við höfum mikinn metnað fyrir hönd þessarar frábæru þáttaraðar. Rétta útgáfa er og verður hins vegar í boði nú og næstu tvær vikurnar í gegnum endursýningu og Sarpinn okkar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing