Auglýsing

Sá óvenjulega sjón undir stýri í Reykjavík: Lögreglan kölluð til

Hann hefur ekki verið hár í loftinu ökumaðurinn sem lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu handtóku á nýafstaðinni vakt en samkvæmt dagbók laganna varða þá kom tilkynning um fremur ungan ökumann í umferðinni. Umrædd tilkynning barst lögreglustöð „fjögur“ en sú stöð sér um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ.

Við nánari athugun kom í ljós að sá sem tilkynnti þennan „unga ökumann“ hafði heldur betur rétt fyrir sér. Ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi, vægt til orða tekið. Hann var aðeins 14 ára og þarf því að bíða í nokkur ár eftir því að geta keyrt „löglega“ um götur Reykjavíkur. Ekki fylgdi dagbókarfærslu embættsins hvaða „refsing“ beið eftir hinum unga ökumanni en leiða má að því líkum að forráðamaður hans hafi ekki verið par sáttur við uppátækið.

Kveikt í reiðhjóli

Alls voru fimmtíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 í gær og til 05:00 í morgun og gista tveir nú fangaklefa. Eitt af þessum málum var „ungi“ ökumaðurinn en annars var lögreglan kölluð til vegna eignaspjalla utan við skóla í miðborginni en þar hafði verið kveikt í reiðhjóli.

Þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um hraðakstur en sá hafði ekið á 137 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði var 70 kílómetrar á klukkustund. Sá má búast við vænlegri sekt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing