Auglýsing

Sacha Baron Cohen reyndi að fá OJ Simpson til að játa morðið á fyrrum eiginkonu sinni

Fyrsta sería þáttaraðarinnar Who Is America? kláraðist í gær. Í lokaþættinum reyndi Sacha Baron Cohen að fá O.J. Simpson til þess að viðurkenna að hann hafi myrt fyrrum eiginkonu sína í falinni myndavél.

Sacha Baron Cohen er þekktur fyrir skrautlegar persónur sínar en hann hefur meðal annars leikið Ali G, Borat og Bruno. Þáttaröðin Who Is America? er það nýjasta úr smiðju Cohen en þar hefur hann meðal annars platað ráðamenn til þess að mæla með byssum fyrir leikskólabörn. Þá sagði bandaríski repúblikaninn Jason Spencer af sér embætti ríkisþingmanns eftir hegðun sína í þættinum.

Sjá einnig: OJ Simpson og annar hryllingur tíunda áratugarins

Þrátt fyrir að margt umdeild hafi gerst hingað til í þáttaröðinni telja margir að viðtalið við Simpson sé hápunkturinn. Cohen bregður sér í hlutverk milljarðamærings frá Ítalíu og reynir að veiða játningu upp úr Simpson. Hann bauðst til að borga honum milljarða fyrir játningu.

OJ Simpson var sýknaður af ákæru fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni og ástmanni hennar Ronald Goldman árið 1994. Réttarhöldin eru ein þau þekktustu í sögu Bandaríkjanna. OJ Simpson fékk síðar fangelsisdóm eftir vopnað rán en var látinn laus úr fangelsi á síðasta ári.

Sumir vilja meina að OJ hafi vitað af hrekknum og hafi nýtt þetta sem tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri á ný. Dæmi hver fyrir sig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing