Auglýsing

Sækja bætur fyrir fólk sem lendir í flugtöfum: „Tímafrekt og erfitt að eiga við flugfélögin“

Fréttir af hremmingum Íslendinga á flugvöllum berast reglulega. Nú síðast um helgin fjallaði Vísir um ósátta flugfarþega sem ferðuðust með flugfélaginu Primera Air og höfðu beðið í 18 klukkustundir á flugvelli á Tenerife.

Lögfræðistofan AM Praxis sérhæfir sig í innheimtu bóta eftir tafir á flugi og heldur úti vefsíðunni flugtafir.is. Þar segir að starfsmenn flugtafir.is hafi sérþekkingu á sviði innheimtu og flugréttar og að skaðabætur fyrir hvern farþega geti numið allt að 600 evrum eða um 75 þúsund krónum.

Fyrirtækið sér um allan málarekstur og tekur í þóknun 25 prósent af þeim bótum sem tekst að innheimta. Upphæð bótanna fer eftir ákveðinni Evrópureglugerð og miðast við lengd flugsins. Oftast miðast bótaréttur við þriggja klukkustunda töf.

Helga Reynisdóttir, lögmaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Nútímann að fyrirtækið hafi byrjað að veita þjónustuna árið 2015 og þörfin sé mikil. „Fólk hefur verið afskaplega þakklátt fyrir þjónustuna og þörfin fyrir þjónustu sem þessa virðist vera til staðar,“ segir hún.

Undanfarin tvö ár höfum við sinnt fjölda mála. Það er líka misjafnt eftir flugfélögum hvernig gengur að rukka þessar bætur.

Hún segir að það geti reynst afar flókið og tímafrekt að sækja bæturnar. „Fólk veit ekki alltaf hver réttur þess er og það getur verið erfitt að eiga við flugfélögin,“ segir hún.

„Þetta getur reynst afar flókið og tímafrekt og hefur okkar þjónusta gagnast bæði hjá íslensku flugfélögunum og þeim erlendum.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing