Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, vakti mikla athygli í útsendingu RÚV í gær frá stórtónleikum Rásar 2 við Arnarhól þar sem hann mætti í dúnúlpu innanundir jakkafötunum.
Sævar er þekktari fyrir að gegna ábyrgðarstöðum hjá fyrirtækjum og bæjarfélögum en að taka áhættur í fatavali en hann var forstjóri 365 áður en hann settist í stól bæjarstjóra á Akranesi.
Margir klóruðu sér í hausnum yfir fatavalinu á samfélagsmiðlum en Nútíminn kann hins vegar að meta þegar fólk tekur áhættur í fatavali og hvetur lesendur sína til að stela stílnum. Við skulum hjálpa ykkur.