Auglýsing

Safnar peningum til að halda Nickelback frá Lundúnum

Hópfjármögnun er orðin gríðarlega vinsæl leið til að safna peningum fyrir verðug málefni. Fólk hefur náð að safna peningum til að láta hljómsveitir spila í heimabæ sínum en sumir vilja ganga svo langt að safna peningum til að halda hljómsveitum frá heimabæ sínum.

Lundúnabúinn Craig Mandall safnar nú peningum til að koma í veg fyrir að hljómsveitin Nickelback komi fram á tónleikum í heimaborg sinni. Mandall hefur sett upp hópfjármögnunarsíðuna Don’t Let Nickel Back. Hann vonast til að safna 1.000 dölum sem eiga að koma í veg fyrir að hljómsveitin troði upp eða svo lítið sem hringi til Lundúna aftur.

Þúsund dalir einir og sér myndu aldrei koma í veg fyrir að Nickelback kæmi fram í Lundúnum en Mandall tekur fram að allir peningarnir sem safnast renni til góðgerðarmála. Hann hyggst hins vegar senda umboðsskrifstofu hljómsveitarinar skilaboð og þeim fjölgar eftir því sem áheitin verða fleiri.

Þeir sem kjósa að leggja málefninu lið geta valið hversu orðljótt bréf umboðsskrifstofan fær en fyrir 50 dali hyggst hann senda tónlist Nickelback til Nickelback:

Hljómsveitin heyrir þá eigin tónlist og mun líklegast hætta í kjölfarið. Þar með verður tilgangi söfnunarinnar náð. Í kaupbæti færðu svo að sjá aldrei Nickelback og það er mögulegt að þú komir í veg fyrir að nokkur muni sjá hljómsveitina aftur á sviði.

Smelltu hér til að skoða söfnunarsíðuna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing