Auglýsing

Sagan á bakvið kossinn fræga

Heimurinn fór á hliðina þegar Britney Spears og Madonna kysstust á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2003.

Myndin hér að ofan er ein frægasta poppmynd samtímans en Britney Spears var á þessum tíma enn á hátindi ferils síns og Madonna er auðvitað ótvíræð drottning poppsins.

Larry Rudolph, umboðsmaður Spears á þessum tíma sagði litla sögu á bakvið atriðið með umræddum kossi í viðtali Billboard um Madonun á dögunum. „Þetta var reyndar frábært augnablik. Heimurinn sprakk í kjölfarið á þessum kossi,“ sagði hann og hélt áfram:

Á æfingunum fyrir atriðið var Madonna búin að vera mjög stíf. Hún var mjög ströng í sambandi við tímasetningar á hverjum einasta degi og var gríðarlega einbeitt. Á hverjum segi sagði hún okkur Britney að vera mætt klukkan 10 næsta morgun. Hún ávarpaði mig aldrei með nafni heldur sagði alltaf: „Þú sérð til þess að Britney verði mætt klukkan tíu á morgun.“ og ég bara „Ókei!“. Ég vildi ekki fara í taugarnar á henni.

Rudolph hitti svo Madonnu skömmu eftir flutninginn.

„Eftir flutninginn hitti ég Madonnu í lyftunni,“ sagði hann. „Umboðsmaðurinn hennar var líka í lyftunni en hún kom beint til mín, tók um mittið á mér, kyssti mig á munninn og sagði. „Þarna sérðu, Larry. Þetta var allt þess virði.“

Kossinn var sem sagt þaulskipulögð leið til að fanga athygli heimsins. Og það tókst.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing