Auglýsing

Saksóknarinn í máli Eddu Bjarkar: „Í Noregi fengi hún ekki að afplána dóminn með samfélagsþjónustu“

Saksóknarinn Lise Dalhaug, sem sótti málið gegn Eddu Björk Arnardóttur í Noregi, segir það ljóst að í Noregi fengi hún ekki að taka út tuttugu mánaða fangelsisdóm sinn með samfélagsþjónustu. Nútíminn ræddi við hana í gær.

„Af augljósum ástæðum get ég ekki farið í smáatriði um öryggisráðstafanir sem eru í gildi til að koma í veg fyrir annan glæp.“

„Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi en í Noregi fengi hún ekki að afplána dóminn með samfélagsþjónustu,“ segir Lise.

Ljósmynd af Eddu Björk á þorrablóti Grafarvogs vakti gríðarlega athygli þegar hún var birt á Smartlandi fyrir tveimur dögum en þar sést hún ásamt hópi fólks, þar á meðal kærasta sínum Karl Udo Luckas. Af myndinni að dæma var mikið stuð á hópnum í þorrablótinu en fimm dögum áður hafði Edda Björk losnað úr gæsluvarðhaldi í Noregi.

Skjáskot af Smartlandi en þar sjást þau Karl Udo og Edda Björk sem skemmtu sér konunglega á þorrablóti um helgina.

Á yfir höfði sér allt frá sekt yfir í 16 ár

Kærasti Eddu Bjarkar, Karl Udo, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna gruns um alvarlegt brot á 193. grein almennra hegningarlaga sem snúa að því að halda börnum frá foreldrum eða forsjáraðilum. Viðurlögin við því broti á Íslandi eru allt frá sekt yfir í 16 ára fangelsi.

„Ég held að það rangt af mér að tjá mínar persónulegu skoðanir á þessu,“ svarar Lise þegar hún er spurð hvað henni finnist um fréttir af gleðskapnum í Grafarvogi um helgina.

Mál Eddu Bjarkar fyrir dómi – Búið að leggja fram kæru á hendur Luckas

Ánægður með rannsókn lögreglu á samverkamönnum

„Umbjóðandi minn ætlast til þess að þeir sem fara með dómaframkvæmd á Íslandi fullnusta þessum dómi í samræmi við þann sem féll í Noregi. Hann áttar sig á því að það er biðlisti eftir fullnustu refsinga á Íslandi. Þá býst hann við því að lögin gildi jafnt um alla íslenska ríkisborgara,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar þegar Nútíminn ræddi við hann í gær.

„Þá er umbjóðandi minn ennfremur ánægður með að íslenska lögreglan sé að rannsaka þá sem tóku þátt í brottnáminu og þá sem áttu þátt í því að lengja þetta ferli og þannig komu í veg fyrir að íslensk stjórnvöld gætu skilað börnunum í samræmi við dóma sem féllu á Íslandi.“

Systir Eddu Bjarkar og lögmaður hennar handteknar: Drengirnir á leiðinni til Noregs

Búið að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi drengjanna

„Aðaláhersla hans er að hlúa að börnunum sem eru hamingjusamlega sameinuð vinum sínum og honum eftir langa og krefjandi raun þar sem þau voru einangruð í landi þar sem þau töluðu ekki tungumálið og voru fjarlægð úr sínu félagslega umhverfi. Langtímaráðstafanir hafa nú verið gerðar til að koma í veg fyrir að sú dæmda eða samverkamenn hennar skaði börnin með glæpsamlegu brottnámi í þriðja sinn. Nágrannavarsla í hverfi föðurs og aðgerðir yfirvalda í Noregi eru nú til staðar til að vernda börnin,“ segir Sjak.

Hvaða ráðstafanir eru það?

„Af augljósum ástæðum get ég ekki farið í smáatriði um öryggisráðstafanir sem eru í gildi til að koma í veg fyrir annan glæp.“

„Að mati umbjóðanda míns er þetta mál ekki ágreiningur á milli foreldra. Brottnám barna er mál á milli ríkis og þeirra sem rænir þeim. Þessi mál kalla á tiltölulega harða dóma yfir þeim sem stunda slíkt í Noregi og er það byggt á þeim þjáningum sem við vitun að brottnumin börn verða fyrir.“

Greinir vísvitandi rangt frá staðreyndum málsins

„Þá er umbjóðandi minn jafn framt sáttur með rökstuðning þeirra dómara sem málið dæmdu í Noregi. Sá rökstuðningur gefur allt aðra mynd en frásögn hinnar dæmdu,“ segir Sjak sem sendi blaðamanni útdrátt úr dómnum.

„Hún hefur sýnt stórkostlegan vilja til að fara gegn dómsúrskurðum frá Noregi og Íslandi. Sakborningur skýrði frá því við aðalmeðferð málsins að hún ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hafa börnin hjá sér á Íslandi, þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi úrskurðað með óyggjandi hætti að drengirnir skyldu snúa aftur til Noregs með úrskurði dagsettum 31. janúar 2023. Hún sá einnig til þess að mannfjöldi safnaðist saman þegar fullnusta átti aðfaragerð í október 2023 sem olli því að henni var frestað. Þá hefur hún lagt mikla vinnu í að greina frá málsástæðum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, gegn sinni betri vitund. Þá tekur dómurinn einnig fram að fyrri dómar hafi engin áhrif haft á sakborninginn.“

Edda Björk dæmd í fangelsi: Dómurinn var einróma

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing