Auglýsing

Salvör efast um að fjölmiðlar megi nota Facebook-færslur til að búa til „djúsí“ fréttir

Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor í upplýsingafræði hjá Háskóla Íslands, telur að fjölmiðlar geti ekki tekið notað færslur á Facebook og búið til „djúsí“ fréttir upp úr henni. Hún leyfir sér að efast um að færslur sem þessar sé opinber umræða sem vísa megi til.

Eva Dís Þórðardóttir er ein þeirra sem sagði sögu sína í söfnunarþætti Stígamót á Stöð 2 á föstudaginn. Hún sagðist hafa verið í nokkrum ofbeldisfullum samböndum, þar á meðal við mann sem vildi ekki að hún notaði klósettið, heldur átti hún að gera þarfir sínar í kattakassa.

„Ég kynntist manni á netinu þegar ég var nýkomin úr námi. Ég var atvinnulaus, pínu döpur, langt niðri og töluvert blönk, sagði Eva.

Maðurinn var eldri, var á listamannalaunum og hafði nógan tíma til að atast í mér.

Salvör deildi frétt Vísis, þar sem fjallað var um viðtalið, á Facebook-síðu sinni. Þar velti hún fyrir sér hvort ekki væri eins gott að segja bara manninum sem Eva vísar í. Salvör segist ekki vera að segja að það sé rithöfundurinn Steinar Bragi en sögusvið sumra sagna sé ansi myrkt.

Færsla Salvarar vakti töluverða athygli. Nokkrir skrifuðu athugasemd og fordæmdu skrif hennar ásamt því að skora á hana að fjarlægja færsluna og biðjast afsökunar. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er einn þeirra og sagði hann ummæli Salvarar svo rætin og andstyggileg að það séu ekki svaraverð.

Steinar Bragi sagðist í samtali við DV hafa haft samband við Salvöru, beðið hana um að fjarlægja nafn sitt úr færslunni og birta afsökunarbeiðni á Facebook. Salvör fjarlægði færsluna í gærkvöldi og hefur beðið Steinar Braga afsökunar á ummælum sínum.

Í morgun leitaði Salvör ráða í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. „Er einhvers staðar síða um síðareglur og lagaumgjörð varðandi fjölmiðla á Íslandi og hvað maður gerir ef maður telur brotið á sér af fjölmiðlum,“ spurði hún.

Nútíminn hafði samband við Salvöru og vildi vita hvert umrætt brot væri. Sagðist hún telja að fjölmiðlar geti ekki notað færslur á Facebook og búið til „djúsí“ fréttir upp úr þeim. Hún leyfir sér jafnframt að efast um að færslur sem þessar sé opinber umræða sem megi vísa til í fréttum.

Salvör hafði samband við ritstjórn Vísis og bað um að frétt sem skrifuð var um færslu hennar, sem vísað er til hér fyrir ofan, yrði fjarlægð. Ekki var orðið við því.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing