Auglýsing

Samfélagsmiðlar loga vegna kaupa lífeyrissjóðanna á hlutabréfum í Bláa lóninu

Samkvæmt lögum er öllum skattgreiðendum gert að greiða í lífeyrissjóð. Um það verður ekki deilt. Það má hins vegar með sanni segja að deilt sé um viðskiptagjörninga lífeyrissjóðanna.

Samfélagsmiðlar hafa logað undanfarna daga vegna frétta af kaupum stærstu lífeyrissjóða landsins á tæplega fjögur þúsund milljóna króna hlut í Bláa lóninu.

„Burt með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða á meðan þeir eru viðgengst þessi spilling“

Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins er Blávarmi slhf. stærsti hluthafi Bláa lónsins með 36,2% hlut í félaginu.

Gríðarleg óvissa – landris heldur áfram

Um það bil tíu dögum eftir að síðasta eldgos hófst byrjaði landris í Svartsengi að mælast aftur sem bendir til þess að kvikusöfnun þar haldi áfram. Landrisið hefur verið stöðugt síðan þá en er nú hægara en það var á milli síðustu atburða. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og mælingar næstu daga og vikur munu hjálpa til við að túlka mögulega þróun jarðhræringanna.

Landris heldur áfram þrátt fyrir goslok: Von á öðru gosi á Reykjanesinu

Vilja atvinnurekendur burt

Fjármálagjörningar með hlutabréf í Bláa lóninu, á sama tíma og eldgos stóð yfir í Fagradalsfjalli, eru vægast sagt umdeildir. Þrátt fyrir að Nútíminn sé eini miðillinn sem hefur fjallað um tímalínu umræddra viðskipta þá hafa fjölmargir tjáð sig um máiið á samfélagsmiðlum.

Eigendur fjölmiðla losuðu sig út úr Bláa lóninu fyrir mörg þúsund milljónir

„Burt með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða á meðan þeir eru viðgengst þessi spilling,“ segir einn á Facebook-síðu Nútímans. Þá hefur frétt miðilsins um viðskiptin verið deilt mörg hundruð sinnum – hún hefur í raun slegið öll met þegar það kemur að dreifingu á samfélagsmiðlum. Þá hafa nokkur hundruð einstaklingar tjáð sig um viðskiptin – bæði á samfélagsmiðlum Nútímans sem og í öðrum opnum Facebook-hópum.

„Brasksjóðir fyrir siðblinda“

„Þetta er ótrúleg lesning,“ skrifaði einn á meðan annar sagði: „Lífeyrissjóðirnir „okkar“ eru fyrst og fremst björgunar og brasksjóðir fyrir siðblinda, ef einhver var ekki búinn að átta sig á því. Og stjórnendur sjóðanna á ofurlaunum svífast einskis við að bjarga vafasömum bröskurum með peningum annarra eins og þetta dæmi sýnir, og hagnast örugglega persónulega á svona gjörningum. Þeim er sléttsama þótt ævisparnaður vinnandi fólks hverfi undir hraun. Skora á fólk að lesa þessa grein.“

Það þykir því deginum ljósara að umrædd viðskipti eru umdeild. Íslenskir sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum krefjast svara  við sömu spurningum og Nútíminn hefur sent á Soffíu Gunnarsdóttir, stjórnarformann Blávarma – félagið sem fjórtán stærstu lífeyrissjóðir landsins standa að. Þær spurningar voru eftirtaldar:

  1. Fékk Blávarmi einhvern sérfræðing/sérfræðinga til þess að meta mögulega áhættu félagsins vegna kaupa á þessum stóra eignarhlut í Bláa lóninu í ljósi landris og eldgoss á svæðinu?
  2. Hvernig kom það til að Blávarmi keypti umræddan hlut, 6,2 prósent – viðskipti sem hófust í júní 2021 og lauk í september sama ár?
  3.  Hefur verðmæti hlutabréfa Blávarma í Bláa lóninu rýrnað í ljósi þeirra eldsumbrota sem ekki sér fyrir endann á?
  4. Hver hjá Blávarma ber ábyrgð á umræddum kaupum á 6,2 prósenta hlut í Bláa lóninu árið 2021?
  5. Átti einhver á vegum Blávarma fund/fundi með vísindamönnum árið 2020 vegna landriss á svæðinu og þeirrar óvissu sem þá ríkti með framhaldið?
  6. Hver mat verðmæti bréfanna á þeim tíma sem kaupin voru gerð?

Nútíminn hefur í dag ítrekað fyrirspurn sína en engin svör berast frá Soffíu sem ber ábyrgð á kaupunum enda stjórnarformaður félagsins auk þess sem hún starfar fyrir Birtu, fjórða stærsta lífeyrissjóð landsins.

Stærstu lífeyrissjóðir landsins keyptu í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust: „Þeir eyddu fjögur þúsund milljónum í miðju eldgosi“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing