Auglýsing

Samfylkingin bætir við sig fylgi

Samfylkingin bætir við sig rúmlega fjórum prósentustigum í nýrri könnun MMR, samanborið við könnun júlímánuðar. Samfylkingin er nú sá flokkur sem mælist með næst met fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæst með 19,1 prósent stuðning.

Píratar missa töluvert fylgi frá síðustu könnun en mælast nú með 11, 3 prósent samanborið við 14,1 í síðustu könnun. Framsókn bætir við sig rúmum tveimur prósentum en stuðningur við Vinstri græn minnkar um eitt prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38,8 prósent, samanborið við 40,3 prósent í síðustu könnun.

Alls svöruðu 990 manns könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 12. til 19. ágúst.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing