Auglýsing

Samkynhneigðir bangsar flykkjast til Íslands á bangsahátíð

Um helgina fer fram hin árlega Bears on Ice hátíð en hún hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2005. Hátíðin er ætluð samkynhneigðum mönnum en nafnið er komið til vegna hinnar svokölluðu bangsasenu sem á sér langa sögu meðal samkynhneigðra karlmanna í heiminum. Bangsasenan vísar eins og nafnið gefur til kynna til bangslegs útlits.

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt en hún hófst í gærkvöldi á Peter­sen svít­unni með svokölluðu, Welcome Party.

Frosti Jónsson, einn skipuleggjandi Bears on Ice segir í samtali við mbl.is að von sé á vel á annað hundrað erlendra gesta og að aðaláhersla hátíðarinnar sé að skapa skemmtilegan viðburð þar sem allir geta verið þeir sjálfir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing