Ný lög þess efnis að banna sölu og framleiðslu á rafsígarettum voru samþykkt í San Francisco í dag. San Francisco er fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að innleiða slíkt bann.
Sjá einnig: Eldri veiparar brjálaðir yfir umfjöllun fjölmiðla um rafrettur: „Koma slæmu orði á rafrettur og veip“
Stuðningsmenn löggjafarinnar telja hana nauðsynlega fyrir heilsu almennings og aukins fjölda ungmenna sem eru farin að nota rafrettur.
Embættismenn kusu um málið í gær og var samþykkt á bann við sölu í búðum og einnig við dreifingu vörunnar með pósti til borgarinnar.
Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem nota rafrettur jókst um 1,5 milljónir árið 2018. Alls notuðu 3,6 milljónir mennta- og háskólanema rafrettur.