Auglýsing

Sanna gagnrýnir misskiptingu í Reykjavík: „Við þurfum ekki fleiri lúxusíbúðir”

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lætur borgaryfirvöld í Reykjavík heyra það í nýjum pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni í gær. Sanna segir að á meðan Reykjavík blómstri sem aldrei fyrr og bæti við sig stöðutáknum ríkidæmis síns líkt og Mathöllinni og hótelum hafi heimilislausum fjölgað um 95% á síðustu fimm árum.

Hún segir að þörf sé á bráðaaðgerðum til þess að koma öllum einstaklingum og fjölskyldum í skjól á meðan unnið sé að lausnum.

„Um 960 fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni og hundruð barna eru alin upp við fátækt. Meirihlutasáttmálinn greinir frá því að félagslegum íbúðum verði fjölgað um 500 á kjörtímabilinu og því ekki stefnt að því að mæta þörfum allra,” segir Sanna.

Þá segir hún að þarfir og langanir auðstéttarinnar séu settar ofar þörfum þeirra sem búa við skort. Nú sé komið nóg af lúxusíbúðum og húsaleigufyrirtækjum sem keyra starfsemi sína áfram á okurverði og að það þurfi að leggja áherslu á að mæta þörfum þeirra sem þurfa úrræði núna.

„Mælikvarðinn á hversu vel okkur gengur sem samfélagi má sjá í því hvernig við komum fram við þá sem eru verst settir hverju sinni. Út frá því munum við seint mælast með árangur sem hægt er að státa sig af.”

Á meðan hægt er að festa kaup á fasteignum til að endurvekja hverfiskjarna og hægt er að greiða borgarfulltrúum þrefalt meira en lægstlaunuðu starfsfólki borgarinnar, þá er hægt að koma húsaskjóli yfir alla.

Pistill Sönnu hefur fengið sterk viðbrögð en 60 manns hafa deilt honum á Facebook síðan í gær. Pistilinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing