Auglýsing

Sara fékk óvænta hljóðupptöku af bólförum vinkonu sinnar, passið ykkur á Messenger-appinu

Sara Valgeirsdóttir fékk óvænta sendingu frá vinkonu sinni á dögunum. Við leyfum vinkonunni að njóta nafnleyndar í þessari frétt.

Öðrum til varnaðar bendir Sara á að þegar fólk notar Messenger-appið frá Facebook til að hringja og manneskjan á hinni línunni svarar ekki, þá byrjar síminn að taka upp skilaboð til viðkomandi. „Smá eins og að leggja skilaboð í talhólfið hjá einhverjum,“ segir hún.

Þetta vissi vinkona mín ekki þegar hún gafst upp á að hringja í mig og fór að sofa hjá kærastanum sínum og sendi mér óvart stunurnar.

Semsagt hún hringdi, Sara svaraði ekki, síminn fór á upptöku og fjörið hófst.

Sara birtir samskipti sín við vinkonu sína á Twitter og Nútíminn fékk leyfi til að birta þau hér. Þetta er ansi fyndið

Held að það sé ekki hægt að orða þetta betur en: „Uuuuuu“

CnKaAolWYAEvFMp

Auðvitað var hún í sjokki. Og auðvitað á þetta eftir að fylgja henni í gröfina.

En þær gátu sem betur fer slegið á létta strengi

CnKaAqxXYAAV5RN

Þessi litla dæmisaga kennur okkur að passa okkur á tækninni. Við þurfum jafnvel að forðast hana alveg.

Annars er Sara ansi skemmtileg á Twitter — fylgið henni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing