Sara Jóhannsdóttir var orðin nítján ára gömul þegar hún fékk loksins svar við því af hverju hún var alltaf þreytt, af hverju hún var sífellt með höfuðverk og af hverju hún hafði ekki orku til að stunda íþróttir. Hún fæddist með göt á hjartanu en vissi ekki af því og segir læknirinn hennar kraftaverk að hún hafi lifað í allan þennan tíma.
Í dag er Sara 26 ára heilbrigð ung kona í Barselóna á Spáni. Hún ákvað að opna bloggsíðu og skrifa um lífsreynslu sína í von um að hvetja fólk til umhugsunar um heilsuna og hversu mikilvægt það er að hlusta á eigin líkama. Næstu mánuði ætlar hún að æfa með mismunandi fólki og íþróttafólki og bera saman niðurstöðurnar til að sjá hvaða æfingar eru bestar til að bæta hjörtun okkar.
Sara segir að hún hafi aldrei getað hlaupið neitt af ráði og íþróttakennarinn hennar í skólanum hafi sagt að hún væri löt. Seinna kom í ljós að hjarta Söru var götótt og þess vegna streymdi ekki nógu mikið af blóð í gegnum það. „Þetta var áfall en skýrði jafnframt margt,“ skrifar Sara.
Hún fór í fyrstu hjartaðaðgerðina þegar hún var tvítug og gerði það óhrædd. Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að gera, ljúka af og síðan yrði það búið. „Ein skurðaðgerð og þá myndi ég loksins vera með heilbrigt hjarta,“ skrifar Sara.
Því miður var það ekki raunin. Þegar aðgerðin var gerð kom í ljós að Sara var ekki aðeins með eitt gat á hjartanu heldur mörg og það var ekki hægt að laga þau öll í einu. Söru biðu því fleiri aðgerðir og langt bataferli. Læknir Söru hefur líkt hjartanu hennar eins og og það var fyrir aðgerðina við sturtuhaus. Það hafi verið svo mörg göt á því að blóðið streymdi bara út og það hafi haft töluverð áhrif á lífgæði hennar.