Auglýsing

Segir „absúrd“ að RÚV fjalli um ofbeldisfullan nasista undir röngum formerkjum: „Ah já 2109, árið sem við gefum nasistum smá pláss“

RÚV frumsýndi í gær umdeilt brot úr nýjum þætti af Paradísarheimt sem verður sýndur sunnudagsvköldið 3. febrúar. Þar er rætt við Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur sem er þjóðernissinni. Sigríður sagði meðal annars að það snerti hana ekki að vera kölluð rasisti eða nasisti. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt RÚV fyrir viðtalið en hann segir þetta „absúrd“ hjá RÚV.

Sigríður Bryndís er með húðflúrið C18 á hálsinum, þar sem 18 stendur fyrir AH, upphafsstafi Adolfs Hitlers. Hún dregur í efa að helför nasista hafi verið jafn víðfeðm og af er látið og heldur að færri hafi látist en haldið hefur verið fram, þó hún harmi hvernig fór. Hún segist ekki vera á móti nasisma.

„Alls ekki sko, ekkert frekar en kommúnismanum. Þetta er bara pólitík þess tíma,“ segir hún og bætir við að nýnasmisminn sé ekki eins slæmur og margir halda.

„Já, ég hef nú talað við ansi mikið af þessu fólki og þetta eru bara venjulegir þjóðernissinnar. Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál.“

Í fréttinni á vef RÚV er tekið fram að sjónarmið í þættinum séu alfarið sjónarmið viðmælandans og endurspegli ekki með nokkrum hætti sjónarmið eða viðhorf RÚV eða þáttastjórnanda.

Logi Pedro segir umfjöllunina vera mistök og rugl. Húðflúr Sigríðar vísi í öfgafull ofbeldissamtök og að þetta eigi ekki heima í þessari tiltekinni seríu. Jón Gnarr er meðal þeirra sem tekur undir með Loga en hann segir að mannhatandi, glæpi gegn mannkyninu dýrkandi rasisti sé önnur deild en sorgarklámið sem þættirnir eiga að vera.

 

Hér má sjá fleiri ummæli um málið af Twitter

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing