Auglýsing

Segir fólk sýna Hatara frekju og yfirgang: „Þetta er þeirra prójekt og þeir ráða því hversu langt þeir langt þeir ganga“

Illugi Jökulsson segir að fólk á samfélagsmiðlum hafi sýnt meðlimum Hatara frekju og yfirgang með því að krefjast þess að þeir mótmæli ástandinu á milli Ísraels og Palestínu af meiri krafti en þeir hafa gert hingað til. Illugi segist þó jafn andsnúinn grimmilegu framferði Ísraela á Gaza og Vesturbakkanum og hver sem er.

Illugi vitnar í pistil sem birtist eftir Atla Bollason á RÚV þar sem hann spyr hvenær bomban komi frá Höturum. 

„Það er flott hjá ykkur að ræða glæpi Ísraelsríkis í viðtölum – en á endanum eruð þið í þjónustu Ísraela meðan þið komið fram í Eurovision; enn eitt dæmið um hátt menningarstig þeirra og umburðarlyndi sem er eingöngu ætlað að breiða yfir hryllileg myrkraverkin. Sniðganga á þessu stigi væri sannarlega róttæk aðgerð – eiginlega róttækari en sniðganga fyrir fram – og, sem skiptir ekki síður máli, í þökk Palestínumanna sjálfra,“ skrifar Atli.

Sjá einnig: Hatarar komnir að þolmörkum og hættir að tjá sig: „Túlkað sem of pólitískt ef við færum að svara þessari spurningu“

Illugi segir að pistillinn, og ýmislegt í sama dúr á samfélagsmiðlum séu bara frekja og yfirgangur. Þetta sé sjóið þeirra Matthíasar og Klemens og þeir geri bara það sem þeim sýnist og finnist við eiga.

Ekki eru allir sammála Illuga í athugasemdum en hann segir að ummæli sín snúist ekki um að „benda fingrum“ að andófsfólki heldur sé hann einungis að amast við þeim sem telja sig þess umkomna að segja öðru fólk fyrir verkum.

„Og það með þjósti miklum, eins og gert er í þessum pistli. Þetta er þeirra prójekt og þeir ráða því hversu langt þeir langt þeir ganga.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing