Auglýsing

Segir Fortnite velta tugum milljóna hér á landi: „Drengur sagðist rogginn hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur“

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að íslensk börn hafi eytt hundruðum þúsunda í viðbætur við tölvuleikinn Fortnite. Þetta kemur fram í grein sem Björn skrifar í Markaðinn í morgun og birtist á Fréttablaðið.is.

Leikurinn kostar ekki neitt en notendum er hins vegar boðið að kaupa viðbætur. „Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn,“ skrifar Björn.

Björn heimfærir bandarískar rannsóknir á leiknum yfir á íslensk ungmenni og kemst að því að útgjöldin geti verið orðin yfir 50 milljónir króna. „Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn,“ skrifar Björn.

Lesa má greinina í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing