Sun Kil Moon kemur fram í Fríkirkjunni föstudaginn 28. nóvember.
Mark Kozelek, maðurinn á bakvið við Sun Kil Moon, er óútreiknalegur listamaður og gaf aðdáendum sínum loforð á dögunum um að hann myndi senda frá sér lag sem heitir War on Drugs: Suck My Cock á næstunni. Hann hefur nú staðið við stóru orðin og sendi lagið frá sér í gærkvöldi.
Ásamt því að segja hljómsveitin War on Drugs að sjúga sig syngur hann um atvik í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á dögunum þar sem hann kallaði áhorfendur fjandans sveitalúða og sagði þeim að halda kjafti. Atvikið vakti talsverða athygli og er nú hægt að kaupa boli með áletruninni „All you fucking hillbillies shut the fuck up“ á vef útgáfunnar hans.
Hlustaðu á lagið hér:
Sun Kil Moon hefur sent frá sér sex breiðskífur frá árinu 2002 og hefur sú nýjasta, Benji, fengið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda.
Sun Kil Moon hefur sent frá sér mikinn fjölda minni platna og hefur Kozelek átt í samstarfi við The Album Leaf, Bonnie ‘Prince’ Billy og fleiri ásamt því að hafa farið hlutverk í kvikmyndum á borð við Almost Famous og Vanilla Sky.
Leiðrétt: Vanþekking blaðamanns varð til þess að hann vísaði í stríðið sjálft gegn fíkniefnum en þarna er að sjálfsögðu átt við hljómsveitina War on Drugs. Erum við samt alveg hætt að þýða hljómsveitarnöfn? Eiga Bítlarnir bara að einoka það?