Auglýsing

Segir ummæli Lilju lykilinn að því að skilja Klaustursmálið

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ummæli Lilju Alfreðsdóttur um Klaustursmálið í Kastljósi í gær lykilinn að því að skilja málið. Lilja kallaði þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason ofbeldismenn og sagði að ofbeldismenn hafi ekki dagskrárvald á Íslandi. Þetta kemur fram á vef RÚV. 

Sjá einnig: Sjáðu magnað viðtal við Lilju Alfreðsdóttur: „Þeir eru ofbeldismenn“ 

„Ég bara trúði þessu ekki. Að menn gætu talað með þessum hætti og ég bara vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja í þættinum og bætti við: „ Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn og ég segi bara, þetta er alveg skýrt í mínum huga, ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja meðal annars.

Svandís segist sammála Lilju og að setning hennar um að ofbeldismenn hafi ekki dagskrárvald á Íslandi vera lykilinn að því að skilja þetta mál.

„Og við hin eigum að standa með Lilju og öðrum sem urðu fyrir beinum árásum af hendi þessara manna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið við Svandís Svavarsdóttur á vef RÚV með því að smella hér en einnig er rætt við þingmennina Helgu Völu Helgadóttur og Þorstein Víglundsson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing