Auglýsing

Segja að sviðsframkoma Svölu sé eins og hún ætli að berja mann í klessu og fórna frumburði manns

Eurovision-sérfræðingarnir Chris, William og Padraig voru ekki nógu hrifnir af annarri æfingu Svölu í Úkraínu í dag. Þeir fjalla um öll atriðin í myndböndum á Youtube og eru ósammála um gæði lagsins. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Eurovision-nördarnir missa sig yfir búningnum hennar Svölu: „Svala er tilbún að slátra þessu!“

Félagarnir byrja að gagnrýna búninginn hennar Svölu en Nútíminn var áður búinn að fjalla um jákvæð viðbrögð aðdáenda hennar við frumsýningunni í gær. Eitt það helsta sem þeir finna að búningnum er að það er of mikið í gangi í honum. „Hún trúir augljóslega ekki á lífsspeki Coco Chanel sem sagði að maður ætti að fjarlgæja eitthvað áður en maður fer út,“ sagði William, sem fer mikinn í myndbandinu.

Ég fíla samt skikkjuna. Hún flæðir þegar hún fýkur og bætir atriðið á sjónrænan hátt. Sviðið er ennþá frekar tómlegt en skikkjan bætir einhverju við.

Strákarnir eru ekki hrifnir taglinu sem Svala skartar og William gengur svo langt að segja það láta hana líta út eins og glæpamann (e. gangster). Chris segir að búningur Svölu dragi of mikla athygli að barmi hennar. „Þetta er það eina sem fangar augun,“ segir hann.

„Ég fíla skikkjuna, hún virkar. En hún virkar reið. Svala virðist ætla að berja mann í klessu,“ segir Chris og William grípur orðið: „Og fórna fyrsta syni þínum.“ Chris segist elska lagið, Padraig er líka ánægður með það en William er ekki eins sáttur. Þeir eru hins vegar ekki nógu hrifnir af atriðinu.

Horfðu á umfjöllunina hér fyrir neðan. Þeir byrja að tala um Svölu þegar fjórar mínútur og 30 sekúndur eru liðnar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing