Fjölmiðlar á Íslandi hafa heimildir fyrir því að fjöldi starfsmanna WOW air missi vinnuna í dag. Fjallað hefur verið um málið á vef DV og Fréttablaðsins Þar er því haldið fram að hluti starfsfólksins sem missir vinnuna hafi þegar fengið uppsagnarbréf í hendurnar og að ljóst sé að um hópuppsögn sé að ræða.
Svanhvít Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúi WOW, hefur hvorki staðfest né neitað fréttunum enn sem komið er. Þá vill Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélagsins ekki viljað tjá sig um málið.
Fréttablaðið fullyrðir að allt að 400 manns verði sagt upp í dag en það er um 27 prósentum af starfsmannafjölda WOWair.