Atli Viðar Þorsteinsson, kynningarstjóri Bíó Paradís, setti af stað skemmtilegan þráð á Twitter á dögunum þegar hann spurði hver væri besta ákvörðun sem fylgjendur hans hafi tekið.
Sjá einnig: Fólkið á Twitter keppist við að sýna heiminum gamlar prófílmyndir: „Greinilega alltaf verið póser“
Óhætt er að segja að viðbrögðin við spurningunni hafi verið góð en fólk hefur verið duglegt við að segja frá bestu ákvörðunum sínum og eru margar þeirra ekkert eðlilega góðar.
Við elskum góða Twitter-þræði og höfum því að sjálfsögðu tekið saman brot af því besta.
Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
— Atli Viðar (@atli_vidar) July 5, 2019
Mínar bestu ákvarðanir eru vandræðalega líkar Nönnu …
1. Byrja í Mjölni og vera enn.
2. Byrja í Röskvu á sínum tíma.
3. Hætta í vinnum sem ég var óhamingjusöm í.Besta ákvörðunin samt absalút sú að senda @hrafnjonsson Facebook skilaboð og byrja með honum tæpri viku síðar.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) July 6, 2019
Hætta í lögfræði eftir eina önn, þrátt fyrir að pabbi minn bróður og afi væru lögfræðingar, og læra verða leikfimikennari.
— Steinar Þór Ólafsson (@steinaro) July 6, 2019
að framlengja spánarferð um viku sem ég fór í fyrir 12 árum kynntist manninum mínum þar og eigum núna þrjú frábær börn og svo er hann bara svo fokk skemmtilegur!
— Bryndís (@larrybird1312) July 5, 2019
Að leyfa mér að verða skotin í kærustunni minni
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) July 5, 2019
Fara í meðferð og byrja með Tryggva eru jafnar í fyrsta sæti. Báðar ákvarðanir gera allar aðrar ákvarðanir auðveldari og betri.
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) July 5, 2019
Að hringja í @tinnaharalds daginn sem ég reyndi sjálfsvíg
— Silja Björk (@siljabjorkk) July 5, 2019
Hætta með kærastanum (á afmælisdeginum hans) og flytja til bandaríkjanna til að læra tónsmíðar.
— Eygló (@Heyglo) July 5, 2019
Að koma út úr skápnum
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) July 7, 2019
– Að hafa sagt nei við atvinnutilboði frá Mannréttindadómstólnum í Strasbourg og halda frekar áfram í mökk erfiðri hormónameðferð sem endaði með krútttvíbbunum
– Krútttvíbbarnir
– @Stiflugeiri
– Að velja gleðina á hverjum degi
– Þakklæti
– Vinnan mín (svona oftast)— Hildur Eva (@hildureva) July 5, 2019
Hætta að drekka
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) July 5, 2019
Að treysta af og til á sjálfan mig. Já þetta er versta svarið.
— Geir Finnsson (@geirfinns) July 5, 2019
Að skipta úr léttmjólk yfir í undanrennu. Fokkíng game changer!
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) July 5, 2019