Auglýsing

Segja starfsmann Matvælastofnunar segja ósatt um neyslu skordýra í Evrópu

Stofn­end­ur Crowb­ar Protein, sem fram­leiðir orkustangirnar Jungle Bar, saka starfsmann Matvælastofnunar um að segja ósatt um neyslu skordýra í Evrópu. Þeim hefur verið gert að farga vöru sinni eða senda hana úr landi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Byrjað var að selja Jungle Bar í Hagkaup 10. janúar. Jungle Bar inniheldur fræ, trönuber, súkkulaði og krybbuhveiti. Aðeins viku eftir að sala hófst á Íslandi var Jungle Bar kippt úr hillunum vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins hér á landi.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar hefur til­kynnt eig­end­un­um að annað hvort þurfi þeir að láta farga Jungle Bar á eig­in kostnað eða koma vör­unni úr landi.

Sjá einnig: Hvar er pödduprótínið? Fá ekki að selja orkustangir úr krybbuhveiti á Íslandi

Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir á Vísi að skordýr séu ekki leyfð á neytendamarkaði í Evrópu. Í samtali við mbl.is segja Búi Bjarm­ar Aðal­steins­son, Stefán Atli Thorodd­sen og Frosti Gn­arr, eigendur Crowbar Protein, þessa staðhæf­ingu ekki vera sanna.

Þeir segja að mjög ný­lega hafi hún sent tölvu­póst til Crowb­ar Protein þar sem hún til­kynnti að þrjú Evr­ópu­ríki hafi sér­stak­lega leyft skor­dýr til mann­eld­is; Belg­ía, Hol­land og Bret­land.

Á rúmri viku hafði hún sem sagt gleymt því að þessi ríki leyfðu sölu á skor­dýr­um til mann­eld­is og til­kynn­ir í fjöl­miðlum að skor­dýr séu ekki leyfð á evr­ópsk­um neyt­enda­markaði.

Þá segja þeir á mbl.is að Helga haf sent afrit af lista yfir leyfi­leg skor­dýr í Belg­íu.

„Jungle Bar inni­held­ur krybb­ur af teg­und­inni Band­ed cricket, en sú teg­und er ein­mitt inni á list­an­um. Því er meira að segja for­dæmi fyr­ir því að skor­dýrið sem við not­um sé leyft til sölu í Evr­ópu.

Loks segj­ast þeir á mbl.is geta bent á fjöl­mörg dæmi þess að mat­væli sem inni­halda skor­dýr séu seld víðar í Evr­ópu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing