Auglýsing

Seldi hæstbjóðanda notaðan sokk af Kött Grá Pjé: Ætlaði að fjármagna jakkaföt fyrir jólin

Hönnuðurinn Elvar Smári Júlíusson auglýsti á dögunum til sölu sokk af rapparanum og ljóðskáldinu Kött Grá Pjé. Sokkinn greip Elvar á tónleikum í sumar en um safngrip er að ræða þar sem Kött Grá Pjé er hættur að rappa, eins og Nútíminn greindi frá í júlí.

Kött Grá Pje var einn fremsti rappari þjóðarinnar og ásamt því að senda frá sér eigið efni á hann á magnað erindi í laginu Brennum allt með Úlfi Úlfi sem kom út árið 2015. Í dag einbeitir Kött Grá Pjé sér að ljóðunum og sendi síðast frá sér bókina Hin svarta útsending.

Elvar Smári auglýsti sokkinn í hópnum Brask og brall á Facebook og hann seldist fljótlega. Hann segist þó í samtali við Nútímann ekki hafa verið nógu ánægður með viðbrögðin. „Þau hafa ekki verið nógu mikil að mínu mati, þetta er nefnilega mikil eign,“ segir hann.

Mig vantar ný jakkaföt fyrir jólin og vonaðist til að fjármagna það með sokknum en hann hefur verið seldur og sá peningur mun ekki duga.

En hversu mikið fékkstu fyrir sokkinn?

„Ég er því miður bundinn trúnaði við fjárfestana sem keyptu sokkinn.“

Sokkurinn var gripinn á Innipúkanum og í auglýsingunni tók Elvar sérstaklega fram að hann hafi ekki verið þrifinn. Þá sagði hann um fullkomna jólagjöf að ræða handa rappaðdáandanum eða ljóðaáhugamanninum.

„Þetta voru flottir tónleikar, mikið stuð,“ segir Elvar um tónleikana örlagaríku. „Svo mikið að Kött fór úr sokkunum og kastaði útí salinn. Annar þeirra lenti á öxlinni minni. Hef geymt hann síðan.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing