Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Ákæran byggir á nektarmynd sem hann sendi vinkonu fyrrverandi unnustu sinnar. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.
Umrædd nektarmynd var send á Facebook og var af unnustunni. Maðurinn er sagður hafa sært blygðunarsemi hennar með háttsemi sinni.
Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í dag en konan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 2,5 milljónir króna í miskabætur.