Auglýsing

Sérhæfa sig í að elda humar á nýjum veitingastað við höfnina, rokkstjörnukokkar fá frelsi

Veitingastaðurinn Verbúð 11 Lobster & Stuff opnar við gömlu höfnina í Reykjavík á föstudag. Staðurinn sérhæfir sig í fjölbreyttum humarréttum í bland við annað stuff og á bakvið hann standa athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal og matreiðslumaðurinn Jón Arnar Guðbrandsson, stofnendur Lemon.

Í tilkynningu kemur fram að svokölluð bistro brasserie stemning verði á staðnum og að áhersla verði lögð á ferska, létta og góða matreiðslu. „Þú getur fengið sígilda humarrétti eins og humarsúpu og grillaðan humar í skel en líka léttari sælkerarétti eins og humarsamloku, humarsalat, humarpitsu, humartempura og humardumplings,“ segir Jón Gunnar Geirdal.

Þegar Jón og Jón höfðu keypt staðinn komust þeir að því að Verbúð 11 er gamalt æfingarhúsnæði Sykurmolanna. „Við fögnuðum því mjög. Okkur finnst það gefa staðnum ákveðna rokkvigt á þessu frábæra svæði sem gamla höfnin er,“ segir Jón Gunnar.

Það er enginn veitingastaður í Reykjavík sem sérhæfir sig í humar en í nafninu vildum við hafa „humar“ en líka „& Stuff“ sem gefur rokkstjörnukokkunum okkar endalaust svigrúm til að leika sér í matargerð og stemningu.

Jón segir að Sir Arnar Gauti hafi verið concept creator staðarins. „Það verður gaman að sýna fólki afraksturinn sem við erum brjálæðislega stoltir af,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing