Auglýsing

Sérsveitarmenn gengu um miðbæ Reykjavíkur vopnaðir byssum vegna Color Run

Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um miðbæ Reykjavíkur, vopnaðir skotvopnum, þegar hlaupið Color Run fór fram. Gripið var til þessarar ráðstöfunar vegna nýlegra hryðjuverkaárása og mun hið sama gilda á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þetta kemur fram á Vísi. 

Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag. Meðal annars var stórum flutningabílum notað til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá.

„Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing