Auglýsing

Sérsveitarmenn með viðbúnað: Skotum hleypt af í Hafnarfirði

Mikill viðbúnar lögreglu er nú við Álfholt í Hafnarfirði. Samkvæmt því sem Nútíminn kemst næst var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hugsanlegrar skotárásar. Mikill fjöldi sérsveitarmanna eru á vettvangi, gráir fyrir járnum. Þá eru á svæðinu einnig sjúkrabílar og töluverður fjöldi lögreglumanna.

„Þetta byrjaði rétt eftir ellefu í kvöld. Þá fóru sérsveitarmenn með hríðskotabyssur að ganga á milli húsa hérna. Við vissum ekki hvað væri að gerast en fengum svo þær upplýsingar núna rétt áðan að þarna hafi skotárás átt sér stað. Okkur var ráðlagt að halda kyrru fyrir inni í íbúðinni okkar,“ segir íbúi í Álfholti sem ræddi við Nútímann.

Samkvæmt heimildum Nútímans er leitað að tveimur mönnum vegna málsins – talið er að skotum hafi verið hleypt af inni í íbúð í Álfholtinu en engan hafi sakað.

Nútíminn hefur reynt að ná tali af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málavexti. Við munum uppfæra fréttina um leið og frekari fregnir berast.

Uppfært:

Lögregla hefur nú til rannsóknar mál frá því í gærkvöldi þar sem tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Heimilisfólk var á staðnum en enginn slasaðist. Lögregla vopnaðist og var með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Ekki verða frekari upplýsingar veitar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing