Auglýsing

Sérsveitin leitar manns sem ógnaði fólki með hnífi

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út að strætóstoppistöð í Mjódd á níunda tímanum í morgun. Tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi sem ógnaði fólki með hnífi. Það er rúv.is sem greinir frá þessu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gerði maðurinn ekki tilraun til að ræna fólk á staðnum og engan sakaði.

Maðurinn flúði af vettvangi áður en lögreglan kom á staðinn og er hans nú leitað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing